top of page
Machine Gun Kelly
Colson Baker betur þekktur sem Machine Gun Kelly (MGK) var fæddur 22. apríl árið 1990 í Houston, Texas. Colson er söngvari, gítarleikari og leikari sem hóf tónlistarferil sinn sem rappari árið 2007 og gaf út 4 mixtape á milli 2007 og 2010. Colson er vel þekktur fyrir pönk-rokk lögin sín með blöndu af rappi í þeim og á góðan vin sem er trommarinn Travis Barker úr hljómsveitinni blink-182. Colson er líka þekktur fyrir deilu með Eminem eftir að hafa talað um dóttur árið 2012. Í deilunni þeirra sömdu þeir báðir diss-track um hvort annað þar sem Colson samdi sitt fyrst (RAP DEVIL) og Eminem á eftir (Killshot). Eftir deiluna var ferill Colsons næstum búinn vegna Eminem og þaðan skipti Colson frá rappi yfir í pönk-rokk.
-Machine Gun Kelly
body bag - MGK og YUNGBLUD
Colson hefur unnið með mörgum tónlistarmönnum eins og Halsey, YUNGBLUD, The Kid LAROI, iann dior og fleirum. Eitt lagana hans er með YUNGBLUD og heitir “body bag” sem er sorgar lag með hávöðum gítar í bakgrunni það sem er sungið um erfitt samband á milli tveggja manneskja. Lagið hefur yfir 50 milljón streymi á Spotify og er á 2020 vinsælustu plötuna hans “Tickets to My Downfall (SOLD OUT Deluxe).
“Tickets to My Downfall” var gefin út árið 2020 og fór strax á toppinn á US Billboard Top 100 listanum sem var mikill árangur fyrir Colson af því í dag hefur platan selst í 1.2 milljón eintökum sem vottar plötunni líka platína frá RIAA.
my ex's best friend - MGK og blackbear
Tickets to My Downfall - MGK
Vinsælasta lagið á plötunni “my ex’s best friend” er líka vinsælasta lag Colsons þar sem hann og blackbear syngja báðir um fortíðar samband með stelpu sem endaði í sambandssliti. Lagið náði hámarki í 20 sæti á Billboard Hot 100 listanum.
bottom of page